Kerfið í hnotskurn
- Einfaldari áætlunargerð
- Skráning gagna í Wise Analyzer
- Góð yfirsýn yfir stöður og fyrri áætlanir
- Hægt að skrá áætlun niður á deildir
- Afmörkun niður á lykla/deildir
- Hægt að flytja gögn inn og út úr Excel
- Yfirsýn yfir stöður í rauntíma

Tenging við Wise Analyzer
Áætlunarkerfið Wise Analyzer gerir fyrirtækjum kleift að vinna áætlanir með einfaldari hætti en áður auk þess sem notandinn hefur betri yfirsýn yfir stöður og fyrri áætlanir.
Rauntímaupplýsingar
Skráning fer fram í Wise Analyzer og uppfærist í rauntíma þar sem notandinn hefur góða yfirsýn.
Afmarkanir
Hægt er að búa til áætlunartölur á grundvelli gagna sem geta verið hækkun á rauntölum fyrra árs eða frá tiltekinni áætlun. Með afmörkun er kostur að velja til meðferðar ákveðna lykla og/eða deildir. Hægt er að skrá áætlun á deild og láta kerfið dreifa þeirri fjárhæð á viðeigandi lykla samkvæmt ársreikningi síðasta árs eða valinni áætlun. Kerfið veitir möguleika á að skrá tölur í þúsundum króna en skráning í áætlunartöflu er alltaf í heilum krónum.