Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters

Wise POS

Kerfið í hnotskurn

  • Sölur eru bókaðar í rauntíma, svo engin þörf er á uppgjörsvinnu í lok hvers dags
  • Smákaupareikningar og uppgjör (Tax Free)
  • Gjafabréf og inneignarnótur
  • Rekjanleiki niður á lotur og raðnúmer (Serial)
  • Hægt að sækja pantanir beint úr POS / Back-office kerfi
  • Léttgreiðslur og aðrir sértækir greiðslumátar
  • Fyrirframgreiðslur af pöntunum
  • Öryggi kreditkorta er tryggt (geymir ekki númer)
  • Styður örgjörvakort / Pin kreditkort og POS-terminals
  • Krefst ekki sérbúnaðar (OPOS) fyrir uppsetningu prentara
Wise POS
Örskýring
Wise POS er sérlausn Wise fyrir smásala, heildsala og þjónustufyrirtæki. Kerfið er innbyggt í Microsoft Dynamics 365 Business Central. Markmiðið með lausninni er að bjóða heildarlausn þar sem einn og sami þjónustuaðilinn sér bæði um bókhaldskerfið og afgreiðslukerfið. Með þessu sparar fyrirtækið bæði tíma, kostnað og tengingar milli kerfa. Kerfið er tvískipt í afgreiðsluglugga og greiðsluglugga. Hægt er að nota greiðslugluggann til greiðslu á ógreiddum reikningum.

Einfalt í notkun

Við hönnun Wise POS var leitast við að gera það einfalt í notkun, rekstri og uppsetningu. Kerfið er einfalt í notkun og þarf því litla þjálfun fyrir sölumenn. Sölumenn nota aðgang til að skrá sig inn í kerfið, en með því er öryggi og rekjanleiki tryggður. Hver sölumaður hefur aðeins þá sýn og aðgang sem honum er ætlað varðandi kreditreikninga, afslætti, breytingar á vöruverði og annað slíkt. 

Dynamics 365 Business Central screen overview

Skrifað ofan á Dynamics 365 Business Central

Wise POS er skrifað ofan á staðlaða virkni í Business Central, og hefur þá kosti að það nýtir sér alla þá möguleika sem birgðakerfið, sölukerfið, viðskiptamenn, víddir ofl. hafa upp á að bjóða t.a.m. tilboð, vöruverð, afsláttarflokka viðskiptamanna og margt fleira. Breytingar á forsendum flæða á milli kerfa sem gefur möguleika á öruggari greiningum gagna og skýrslum. Með Wise POS lausninni er hægt að nota snertiskjá eða mús.
Search
Generic filters