Kerfið í hnotskurn

 • Einfalt og auðvelt notendaviðmót, sem hægt er að sérsníða
 • Öflug bakvinnsla
 • Aðgangsstýring
 • Tilboðs- og afsláttarkerfi
 • Tenging við Viðskipta- og bókhaldskerfi
 • Býður upp á samþættingu við önnur kerfi
 • Tekur áfram á móti viðskiptum, jafnvel þótt tenging detti út
Sölustaðalausn Wise

Lausn fyrir þig

Verslunarlausnir Centara hentar jafnt smáum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum ss.:

 • Kjörbúðum
 • Matvöruverslunum
 • Tískuvöruverslunum
 • Heimavöruverslunum
 • Stórverslunum
 • Húgagnaverslunum
kerfið

Stórverslanir

Innbyggður sveigjanleiki kerfisins gerir stjórnendum kleift að aðlaga það að hvaða stærð og gerð af verslun sem er. Vaxtargeta forritsins er mikil og ræður við mikinn fjölda af stöðvum.

Matvöruverslanir

Eitt hraðvirkasta sölukerfi á markaðnum í dag. Með styttri afgreiðslutíma næst betri hagræðing og vaxtarmöguleikar aukast. Fjöldinn allur af mismunandi skýrslum hjálpar stjórnendum að fá betri yfirsýn yfir rekstrinum. Einnig ná þeir að fylgjast betur með daglegum rekstri og afkomu, bæði einstakra vara og starfsmanna.

Húsgagnaverslanir

Aðgengilegt og sveigjanlegt notendaviðmót og tenging við bókhaldskerfi. Hægt er að hafa breytilegt viðmót eftir staðsetningu í verslun eða eftir starfsmanni sem skráður er inn í kerfið. Möguleiki á tengingu við önnur kerfi s.s. afsláttarkerfi, bókhaldskerfi og pantanarkerfi. 

Tískuvöruverslanir

Kerfið býður upp á einstaklega aðgengilegt notendaviðmót sem styttir þjálfunartíma starfsfólks. Viðmótið er gengsætt, auðlært og leiðir starfsfólk áfram í söluferlinu. Auðteknar skýrslur varpa ljósi á sölu og frammistöðu. 

Sólarhringsverslanir

Lykilatriðin hér eru einfalt notendaviðmót og hraðvirkt kerfi. Hægt er að hanna viðmótið sérstaklega að hverjum notenda fyrir sig og með innskráningu getur verslunarstjóri t.d. fengið aðgang að öðru viðmóti en almennur starfsmaður. Yfirmaður getur þá tekið skýrslur og fleira. Innbyggð vörn gegn vá er í kerfinu.  

Sveitarfélög

Afgreiðslulausn fyrir sveitarfélög hentar vel fyrir t.d. sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, bókasöfn ofl. Með „Sportcenter“ lausninni fæst greinargott yfirlit yfir nýtingu íþróttamannavirkja og íþróttasala í skólum, sem gefur möguleika á bættri nýtingu þeirra. Boðið er upp á greiningu á hvern útleigðan eða nýttan klukkutíma.  

Search
Generic filters