Kerfið í hnotskurn
- Niðurgreiðslur á afþreyingu fyrir börn
- Rafræn umsókn um niðurgreiðslu á vef
- Tenging við Nora frá Dynax
- Skráningar- og greiðslukerfi
- Gagnabanki sem geymir upplýsingar um umsóknir og veitta styrki
- Tölfræðilegar upplýsingar

Tenging Business Central við Nora
Wise hefur þróað tengingu við Nora frá Greiðslumiðlun sem gerir íbúum sveitarfélaga kleift að sækja um niðurgreiðslur á afþreyingu fyrir börn.
Um Nora
Nora er skráningar- og greiðslukerfi sem notað er hjá íþróttafélögum til að halda utan um íþróttaiðkun barna, námskeið og æfingatímabil. Forráðamenn barna greiða æfingagjöldin í gegnum Nora en í flestum sveitarfélögum eiga börnin rétt á niðurgreiðslu (íþróttastyrk) sé viðkomandi námskeið styrkhæft.
Gagnabanki Business Central (NAV)
Með tengingunni sendir Nori fyrirspurn í Business Central (NAV) fjárhagskerfið og fær til baka útreiknaða styrkupphæð miðað við lengd námskeiðs, aldurs barns og aðrar forsendur. Styrkupphæðin kemur til frádráttar á verði námskeiðsins en forráðamaður er gjaldfærður um mismuninn.
Gagnabanki Business Central (NAV) geymir viðeigandi upplýsingar um umsóknirnar: lista yfir umsækjendur, íþróttagreinar, námskeið, æfingatímabil og veitta styrki. Sveitarfélagið greiðir síðan íþróttafélögunum styrkinn með ákveðinni keyrslu í kerfinu. Kerfið gerir kleift að taka út tölfræði yfir afþreyingu barna í sveitarfélaginu, t.d. með skýrslum í Business Central eða gagnateningi.
Tölfræði
Kerfið gerir kleift að taka út tölfræði yfir afþreyingu barna í sveitarfélaginu, t.d. með skýrslum í Dynamics 365 Business Central (NAV) eða í gagnateningi.