Kerfið í hnotskurn
- Sérhönnuð lausn fyrir íslensk sveitarfélög
- Fjárhagur á vef gerir íbúum kleift að skoða helstu fjárhagsupplýsingar sinnar heimabyggðar á netinu á einfaldan og skilvirkan hátt
- Kerfið er hannað í Microsoft Dynamics 365 Business Central
- Notast er við Power BI og vöruhús gagna
- Einföld og myndræn framsetning
- Selt í mánaðarlegri áskrift

Samhæft Microsoft Dynamics 365 Business Central
Fjárhagur á vef er kerfi frá Wise sem hannað er til að halda utan um og birta fjárhagsupplýsingar sveitarfélaga á vef.
Tilgangurinn með kerfinu er að auka gagnsæi rekstursins, opna bókhald sveitarfélagsins fyrir íbúum og svara þar með spurningunum:
„Hvaðan koma peningarnir?“ og „Hvert fara þeir?“
Aðgengi íbúanna er í gegnum vefinn.
Unnið í samstarfi við sveitarfélög
Kerfið var unnið í samstarfi við nokkur sveitarfélög og í þróun þess var
tekið tillit til mismunandi þarfa þeirra auk ýmissa hluta sem óskað var
sérstaklega eftir. Útgáfan er komin í notkun hjá nokkrum sveitarfélögum.
Í stöðugri þróun
Wise hefur verið leiðandi í þróun á viðskiptalausnum fyrir sveitarfélög
í hátt í tvo áratugi. Innan Wise starfar reynslumikill hópur sérfræðinga
í sveitarfélagalausnum. Við leggjum ríka áherslu á gott samstarf við
sveitarfélög um allt land.
Skýr og einföld myndræn framsetning
Með því að gera fjárhagsupplýsingar sveitarfélagsins aðgengilegar á myndrænan hátt, geta íbúar fengið svör við mörgum af sínum helstu fyrirspurnum, ásamt því að fá yfirsýn og aukna þekkingu.
Auðvelt að stilla af og stjórna í Business Central
Kerfið er hannað í Microsoft Dynamics 365 Business Central og notast við vöruhús gagna og Microsoft Power BI. Með því að stjórna birtingu gagna inni í Business Central eykst yfirsýn og viðhald minnkar til muna.