Kerfið í hnotskurn
- Bætt aðgengi og þjónusta sveitafélaga við íbúa
- Aukið upplýsingaflæði til íbúa
- Notendavænt umhverfi
- Rafrænt aðgengi
- Minna álag á starfsmenn sveitarfélaga
- Auðkenning í gegnum island.is
- Aðgangsstýrðar upplýsingar

Rafrænn aðgangur að upplýsingum
Bæjardyr veita íbúum sveitarfélaga rafrænan aðgang að ýmsum gagnlegum viðskiptaupplýsingum frá sveitarfélögum með einföldum hætti s.s. reikningum, fasteignagjöldum, mötuneyti grunnskóla og leikskólagjöldum svo fátt eitt sé nefnt.
Kröfur um rafrænt aðgengi gagna
Íslendingar nýta sér netið umtalsvert við upplýsingaöflun og kaup á vörum og þjónustu. Mikilvægt er fyrir sveitarfélög, sem og öll þjónustufyrirtæki, að bregðast við kröfum neytenda um rafrænt aðgengi gagna og kynna sér þá möguleika sem fyrir hendi eru í þeim efnum.
Bæjardyr gefa sveitarfélögum kost á að auka þjónustu við íbúa svo um munar á sama tíma og álag á skrifstofur minnkar með komu kerfisins.
Aðgangsstýringar
Hægt er að aðgangsstýra upplýsingum og ákveður sveitarfélagið hvaða viðskiptareikningar eru aðgengilegir í Bæjardyrum. Hver íbúi fær úthlutað notendanafni og aðgangsorði.