Kerfið í hnotskurn
- Skilvirkari vinna og betri yfirsýn
- Rammaáætlanir með mörgum sviðsmyndum
- Góð yfirsýn yfir stöður og fyrri áætlanir
- Vinnusparandi hliðarvinnslur
- Hægt að flytja gögn inn og útúr Excel
- Góð stjórn og utanumhald um viðaukaáætlun
- Greiðsluáætlanir og áætlunarvöktun
- Fjölbreytt framsetning á samanburðargögnum

Gerðu áætlun með skilvirkari hætti
Áætlanakerfi Wise gerir sveitarfélögum kleift að vinna áætlanir með skilvirkari hætti en áður auk þess sem notandinn hefur betri yfirsýn
yfir stöður og fyrri áætlanir.
Rammaáætlun
Rammaáætlun notar fyrirliggjandi fjárhagsáætlun til grundvallar. Síðan er
hægt að gera mismunandi sviðsmyndir út frá ýmsum forsendum, þar sem ein sviðsmyndin er notuð og búin er til fjárhagsáætlun úr henni.
Fjárhagsáætlun
Hægt er að gera vinnubækur eða Excelskjöl fyrir stjórnendur deilda til að vinna fjárhagsáætlunina frekar. Fjárhagsáætlunin er síðan uppfærð með þeim breytingum.
Hliðarvinnslur
Byggjast á sjálfvirkum keyrslum sem spara mikla vinnu. Sem dæmi um
hliðarvinnslur eru;
Launaáætlanir, afskriftir og innri leiga sótt í eignakerfið, framkvæmdaáætlun og eignabreytingar, vinna inn skuldir, afborganir og
næsta árs afborganir úr Skuldabréfakerfinu og uppsetning millifærslna
vinnsla og bókun.
Greiðsluáætlun
Greiðsluáætlunin byggir á stöðu handbærs fjár í upphafi áætlunartímabilsins og síðan inn- og útstreymisfærslur sem byggja á raungögnum til skamms tíma og áætluðum gögnum til lengri tíma. Greiðsluáætlun er hægt að gera eins oft og notandinn kýs og hægt að geyma útgáfur af henni eftir þörfum.
Áætlunarvöktun
Hér er hægt að vinna inn samanburð á áætlun og rauntölum og birta þær
færslur á fjárhagslykla og deild sem eru komnar umfram áætlun, annars
vegar miðað við dagsetningu og einnig m.v. ársáætlun.
Efnahagsreikningur og sjóðsstreymi
Þegar búið er að gera uppsetninguna fyrir efnahagsreikning og sjóðsstreymi birtast þau miðað við gögnin sem komin eru í kerfið.
Viðaukar
Þegar fjárhagsáætlun hefur verið samþykkt og breytinga er þörf á samþykktri áætlun, er hægt að gera viðauka fyrir rekstur og eignabreytingar.