Kerfið í hnotskurn
- Hægt að nota innkaupapantanir eða vörureikninga til að útbúa tollskýrslur
- Hlutamóttökuafgreiðsla og tollafgreiðsla
- Safnsendingar og tollafgreiðsla á innkaupapöntunum í mörgum gjaldmiðlum
- Ιnnlestur á tollskrá og tollgengi
- Velja má „Free-of-charge“ sem hægt er að bóka beint á lánardrottin eða fjárhagslykil

Rafræn samskipti
Innflutningstollakerfi Wise hentar vel fyrir þá sem stunda innflutning og sækjast bæði eftir nútímalegri og handhægri tollskýrslugerð ásamt rafrænum samskiptum við tollinn.
Tollafgreiðsla
Kerfið gerir fyrirtækjum kleift að tollafgreiða vörur, bóka innkaupareikninga á lánardrottna, bæði flutningsaðila sem og erlenda birgja. Vörur koma inn á lager með réttu uppfærðu kostnaðarverði ásamt bókun á tollagjöldum.
Tollskýrsla
Þegar útbúa á tollskýrslu í kerfinu þarf einungis að sækja innkaupapöntunina, afrita innkaupalínurnar inn í tollskýrsluna, setja inn flutningsgjöld og önnur gjöld. Þegar heildarkostnaður við flutninginn hefur verið skráður ásamt innkaupaverði, reiknast kostnaðarverð vörunnar út.
EDI samskipti
Þegar tollskýrslan er tilbúin má senda hana til tollsins en það er gert á rafrænan hátt beint úr kerfinu. Skömmu síðar má athuga hvort afhendingarheimild hafi fengist eða einhverjar athugasemdir hafi komið upp varðandi tollskýrsluna.
Bókanir í færslubók
Um leið og svör eru komin inn frá tolli fást upplýsingar um VSK, toll, og önnur gjöld. Þau færast svo yfir í færslubók eða bókast sem kostnaðarauki. Þar bókast þær á viðeigandi lánardrottin og fjárhagslykla sem notandi hefur sett upp í grunnstillingum kerfisins.
Bein tenging við Dynamics Business Central
Kerfið tengist beint við lánardrottna, innkaup og birgðakerfi Microsoft Dynamics 365 Business Central.
Flutningalausn Wise
Heildarlausn sem hentar vel fyrir flutningsfyrirtæki, flutningsmiðlara og almenn fyrirtæki í inn- og útflutningi.
Yfirsýn yfir alla þætti flutningaferilsins
Með Flutningalausn Wise næst yfirsýn yfir alla þætti ferilsins, frá því að varan er sótt til framleiðanda, flutningar til og frá landinu, tollun, akstur og fleira sem kemur að því að koma vörunni til neytenda með skjótum og öruggum hætti.