367-grunnnam-sveit

Fyrir hverja
Starfsfólk sveitarfélaga með Sveitarstjóra frá Wise sem vilja læra að nýta sér kosti fjárhagsáætlanakerfis Sveitarstjóra og fá þjálfun í að nýta sér betur þessa sérlausn til þess að fylgjast betur með rekstrinum. Þátttakendur sem voru í þessu námskeiði í fyrra er boðin þátttaka í þessu námskeiði með 50% afslætti en þá fylgja einungis tveir verkefnatímar að eigin vali með þátttökunni. Eitt verð fyrir hvert sveitarfélag óháð fjölda þáttakenda.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni í vinnslu og eftirfylgni fjárhagsáætlana. Vinnsla og eftirfylgni fjárhagsáætlana er heils árs ferli og mismunandi aðgerðir gerðar á ákveðnum tíma ársins. Við byrjum ferlið þegar fjárhagsáætlun síðasta árs liggur fyrir. Við byrjum á að dreifa áætlun á mánuði til að geta fylgst með rekstri gagnvart áætlun mánuð fyrir mánuð og gerum viðauka þegar þess þarf. Þegar ársreikningurinn liggur fyrir þarf að gera viðauka sem leiðréttir upphafsstöðu efnahags, til þess að grunnurinn fyrir áætlanagerð næsta árs sé réttur og einnig eru margir viðaukar sem breyta efnahagsreikningum. Þeir sem ekki hafa gert efnahagsáætlun áður í kerfinu, fá aðstoð og leiðbeiningar til að stilla upp réttum efnahagi. Síðan leggjum við grunninn að áætlun næsta árs og leiðum ykkur í gegnum áætlanaferlið.

Námskeiðið er kennt í fjarnámi.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central 14 í Microsoft Teams.

Hvenær:
Námið hefst þriðjudaginn 23.febrúar 2021. Kennt á þriðjudögum um það bil hálfsmánaðarlega klukkustund í senn. Reglulega á milli kennslustunda verður svokallaður verkefnatími. Verkefnatími er frátekin tími með ráðgjafa Wise þar sem farið er yfir það verkefni sem lagt var fyrir í fyrri kennslustundum.

Kennsla:
Erna B. Einarsdóttir, Snorri Gissurarsonog Valur Guðlaugsson ráðgjafar hjá sveitarfélagahóp Wise. Umsjónarmaður er Jón Halldór Oddsson vörustjóri Sveitarstjóra.

Kennt er á sérlausn innan Sveitarstjóra sem ber heitið Fjárhagsáætlanir. Í þessu námi koma nemendur til með að vinna í sínu umhverfi með gögn sveitarfélagsins og fá þjálfun í að vinna með fjárhagsáætlunarkerfi Sveitarstjóra. Í kennslustundunum verður farið yfir hvernig best er að vinna þau verkefni sem fyrir liggja. Síðan verða verkefnatímar með hverju sveitarfélagi og þá fá þátttakendur aðstoð við að leysa verkefnin, sem farið var yfir í kennslustundinni, í sínu umhverfi og spyrja spurninga. Fyrirlestrarnir/kennslustundirnar verða í fjarkennslu og verkefnatímarnir í gegnum samskiptaforritið Teams. Nemendur koma til með að vinna í grunni sveitarfélagsins. Námið er samtals 10 klst. fyrirlestrar ásamt verkefnatímum. Farið verður yfir helstu þætti áætlanagerðar og að námi loknu eiga nemendur að þekkja áætlanagerð innan Sveitarstjóra og geta:

 • Búið til ramma fyrir rekstraráætlun
 • Búið til rekstraráætlun út frá rammaáætlun
 • Stofnað og unnið með vinnubækur í gegnum excel eða létta notendur
 • Unnið verðbætur og vexti úr skuldabréfakerfinu
 • Unnið afskriftir og innri leigu úr eignakerfinu
 • Gert framkvæmdaáætlun
 • Unnið með millifærslur
 • Búið til efnahagsáætlun og sjóðsstreymi
 • Búið til viðauka og vinna með þá
 • Eftirfylgni (stöðug) með rekstraráætlun
 • Fylgjast með efnahag og sjóðsstreymi
 • Fylgjast með framgangi framkvæmdaáætlunar

Smelltu hér til að nálgast kennsluáætlun fyrir Grunnnám í áætlunargerð í Sveitarstjóra.

Umsókn:
Frekari upplýsingar gefur Sigrún Gunnarsdóttir, netfang: sigrun@wise.is, sími: 545-3284.

Aðrar upplýsingar:
Ef fleiri en einn nemandi eru frá sama sveitarfélagi þá er gert ráð fyrir að þessir nemendur vinni saman að verkefnunum og sæki saman verkefnatímana. Hvert sveitarfélag greiðir því aðeins eitt námskeiðsgjald.

Search
Generic filters