FréttIR

Viðbragðsáætlun Wise vegna COVID-19 veirusýkingar

13.03.2020

Wise vill leggja sitt af mörkum til að verjast útbreiðslu kórónaveirunnar og hefur framkvæmdastjórn félagsins virkjað viðbragðsáætlun til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina með það að leiðarljósi að sem minnst rask verði á þjónustu og lykilstarfsemi Wise á óvissutímum. Hluti af þeim aðgerðum er að takmarka aðgengi að skrifstofum Wise og auka hlutfall starfsfólks sem vinnur í fjarvinnu. Fundir og aðstoð við viðskiptavini mun að mestu fara fram í gegnum Microsoft Teams og TeamViewer.

Við höfum samhliða þessu tekið þá ákvörðun að fresta öllum námskeiðum sem stóð til að yrðu á dagskrá næstu vikur. Við munum tilkynna þegar við getum hafið námskeiðshald aftur. Sé þess óskað þá er sjálfsagt að taka fyrir kennslu í einstaka hlutum í gegnum síma og TeamViewer eða Microsoft Teams. Endilega hafið samband í síma 545-3200 sé þess óskað og við gerum okkar besta til að leysa úr því.

Starfssemi þjónustuborðs Wise er óbreytt. Sími þjónustuborðs er 545-3232, sími þjónustuborðs Sveitafélaga er 545-3210 en við mælum einnig með því að þjónustubeiðnir séu sendar með tölvupósti á sveit@wise.is fyrir Sveitarfélög og almennar beiðnir á adstod@wise.is

Azure Skýjalausnir Business Central 365 Centara Creditinfo Forritarar Framtíðarinnar Framúrskarandi Fyrirtæki Fyrirmyndarfyrirtæki VR Jóhannes H. Guðjónsson Jólamorgunverðarfundur Wise Jón Heiðar Microsoft Microsoft Dynamics 365 Business Central Microsoft Teams Ráðstefna samstarfsaðili Samstarfsaðili ársins hjá Microsoft á íslandi Seafood Expo Sjávarútvegshugbúnaður Sjávarútvegslausnir Sjávarútvegsráðstefna í Hörpu Sjávarútvegssýning Skýjalausnir Stelpur og tækni Störf Sveitafélög Tasklet Factory The Global Seafood Expo Triangel UTmessa UTmessa í Hörpu Verðlaun Wise Analyzer Wisefish Wise námskeið Wise skólinn Árni Haukur Árnason

Share on linkedin
Share on facebook
Share on twitter
Search
Generic filters