Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
FréttIR

Í upphafi skal endinn skoða

Bátar á Höfn

28.01.2020

Þessi grein er tekin frá Sjávaraflinu.

Í upphafi skal endinn skoða, en stundum getur það verið þrautinni þyngra þegar hraði tækni- og hugbúnaðarþróunar hefur verið gríðarlegur síðastliðin fimmtán ár. Með auknum kröfum um gæði, nýtingu og verðmætasköpun, þá eru vinnslurnar að verða fullkomnari, tækjabúnaður, róbótavæðing og hugbúnaðarlausnir að verða samtvinnaður þáttur í vinnslu sjávarfangs á Íslandi. Sjávarafl náði tali af sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs Wise, Jóni Heiðari Pálssyni.

Tæknibylting í útgerð

„Það má með sanni tala um tæknibyltingu í útgerð og vinnslu fiskafurða sem hefur fleytt íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð. Íslensk frystihús eru orðin hátæknivædd og fiskiskipaflotinn er útbúinn með nýjasta og fullkomnasta tæknibúnaði til fiskiveiða,“ segir Jón Heiðar.

Meiri upplýsingar en áður um reksturinn

Jón Heiðar bætir við að stafræn umbreyting í sjávarútveg hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma. Margt hefur breyst á þeim 30 árum sem WiseFish hefur verið í þróun og má segja að með gríðarlegri framför í hugbúnaðargerð hafi tækni leyst og sé enn að leysa flókna þætti í viðskiptaumhverfinu með sjálfvirknivæðingu og með því að minnka tvíverknað  og endurtekningar í vinnslum.

Með rafrænum sendingum og móttöku reikninga, er hægt að senda reikninga stafrænt til móttakanda, línur í reikningi eru lesnar sjálfvirkt inn í kerfið og fara því sjálfvirkt inn í uppáskriftakerfi. Þá segir Jón Heiðar að skýrslur frá skipum, með upplýsingum um afla og staðsetningu, fara með sama móti beint inn í kerfin, og með því hægt að sjá fyrir hverju og hvenær verður landað. Tengingar við jaðartæki, vogir og prentara eru orðnar staðlaðar og er því hægt að „útrýma“ innsláttarvillum og endurtekningum í vissum störfum er einnig eytt, upplýsingar og birgðahald verður nákvæmara í kerfum fyrirtækja. Með notkun á strikamerkjum er öll umsýsla með birgðir inn og út úr vöruhúsum orðin marktækari því kerfi eru eins áreiðanleg og upplýsingarnar sem færðar eru inn í þau. Allir þessir þættir hafa áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja. Það er í höndum yfirstjórna fyrirtækja að skilja það að tæknin er ekki bara komin til að vera, heldur er verið að nota hana til hins ýtrasta hjá samkeppnisaðilum. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa nú yfir að ráða meiri og nákvæmari upplýsingum um reksturinn, betri yfirsýn á brigðarstöðu, nákvæmari nýtingu á auðlindinni og fullkominn rekjanleika afurða.

Skýjalausnir Wise er lykillinn að því að ná betri árangri

,,Í heimi harðnandi samkeppni byggir samkeppnisforskot á að nýta nýjustu tækni í hugbúnaði til að tryggja betri og öflugri úrvinnslu gagna sem auðveldar ákvarðanatöku og tryggir besta árangur í rekstri á hverjum tíma. Það er aldrei meira áríðandi en einmitt nú að uppfæra vél-, net- og hugbúnað. Skýjalausnir Wise ásamt nýjustu útgáfum hugbúnaðar er lykillinn að því að ná betri árangri og verða ofan á í samkeppninni,“ segir Jón Heiðar. WiseFish hugbúnaðurinn annast utanum­hald veiða og veiðiaðferða, hversu miklu er landað og hvaða tegundum. Einnig nýt­ist hugbúnaðurinn til að vakta kvótastöðu og halda utan um framleiðsluferla. Hægt er að tengja WiseFish við önnur kerfi eins og Innova hugbúnað frá Marel og má láta kerfið tala við jaðartæki, s.s. vogir og handtölvur.

Fyrirtæki fá nýja sýn á reksturinn

,,Í öllum rekstri skiptir miklu máli fyrir stjórnendur að hafa góða yfirsýn. WiseFish var nýlega uppfært og er sú uppfærsla í tengslum við uppfærslu Microsoft frá NAV yfir í Microsoft Dynamics 365 Business Central. Ný uppfærsla felur meðal annars í sér viðbætur við Microsoft Power BI greiningarhugbúnað, auðveldara aðgengi að Microsoft Outlook, skýrslugerð er orðin einfaldari og bætt var við tengingum við jaðartæki eins og spjaldtölvur. Einnig er greiningartólið WiseAnalyzer ómissandi með WiseFish, WiseAnalyzer gerir fyrirtækj­um kleift að greina og lesa á auðveldan hátt úr gögnum úr Microsoft Dynamics BC. Nýjar viðbætur við WiseFish eins og öflugri greiningar í Power BI og WiseAnalyzer gera fyrirtækjum kleift að fá nýja sýn á reksturinn. Ný virkni WiseFish í vöruhúsum, tenging við jaðartæki og almennar viðbætur á nýrri útgáfu Microsoft Dynamics BC gerir það að verkum að hægt er að rýna gögnin til hagræðingar og samkeppnisforskots,“ segir Jón Heiðar.

„Við stöndum öll frammi fyrir því að þurfa að skoða okkar rekstrarferla með hliðsjón af mögulegri tækni sem er í boði í dag. Flest fyrirtæki í sjávarútvegi eru mjög langt komin og mörg komin langt í endurnýjun á flota, innviðum og hugbúnaðarlausnum. Það að standa í stað og ákveða að hlutir hafi verið gerðir á þennan máta alltaf og virkað, segir ekkert um möguleikana á stækkun, betri nýtingu, eða möguleika á að auka virði vörunnar“, segir Jón Heiðar og bætir við  „Við höfum alltaf gert þetta svona“ er hættuleg setning. Á sama tíma verður að taka það fram að mörg fyrirtæki virka á þennan máta og skila góðum hagnaði.

Eitt er það að fara í stafræna umbreytingu á fyrirtækinu, svo er það annað hvaða aðferðarfræði er notuð. Eitt sem er algerlega nauðsynlegt í öllum breytingum er að þær þurfa að vera skilgreindar,  fylgja gildum fyrirtækisins, og vera gerðar í sátt við stjórn og starfsmenn. Frumskilyrði allra breytinga er að vita hvort það þurfi að breyta og af hverju.

Verðmætar markaðsupplýsingar

Þá segir Jón Heiðar að í auknu mæli hafa fyrirtæki utan landssteinanna komið í viðskipti hjá Wise og innleitt WiseFish fyrir vinnslur og veiðar. Helst eru þessi fyrirtæki að sækjast eftir rekjanleika og greinanlegum gögnum til að fá betri yfirsýn á afla, birgðir og sölurekjanleika. Fyrirtækin eru víðsvegar um heiminn, Suður-Ameríku, Ástralíu og Evrópu en þar sem við notumst í síauknu mæli við skýjalausnir þá einfaldar það alla uppsetningu og utanumhald. Starfsfólk okkar vinnur frá Íslandi við uppsetningar á WiseFish erlendis, og þjónustar fyrirtækin frá starfstöðvum okkar í Reykjavík og Akureyri.

„Árið hefur verið okkur gjöfult, fyrirtæki eru í síauknu mæli að uppfæra í Business Central, til að geta nýtt sér þá ótvíræðu kosti sem það hefur í öllum tengingum við Microsoft hugbúnað, samþætting á tölvupósti, bókhaldskerfi og WiseFish. Einnig gefur það enn meiri möguleika á að sníða svokallaða ferla á kerfið með Flow lausninni frá Microsoft“, segir Jón Heiðar og bætir við að með Flow er hægt að sníða sértækar lausnir fyrir hvert og eitt fyrirtæki, inn í viðskiptaferla. Gott dæmi um það væri að bæta nýtingu á birgðum, þá biður maður „kerfið“ að senda sér tölvupóst með áminningu þegar birgðir eru komnir með 60 daga fyrningarfrest á lager, með þessu er hægt að hafa tvöfalda vakt á birgðum, og koma í veg fyrir úreldingu birgða og glatað vermæti afurða. Einnig býður kerfið upp á sjálfvirka skýrslugerð fyrir stjórnendur, sem geta stillt kerfið á þann máta að þær upplýsingar sem þeir óska eru send í skýrsluformi daglega, vikulega eða mánaðarlega allt eftir óskum viðkomandi.

Mikilvægt að vanda allt utanumhald um gögn

Framtíðarsýnin er að nýta betur tölfræðilegar nálganir, gervigreind og samtengingu tækja til að gera WiseFish enn öflugra og áreiðanlegra. Business Central býður nú þegar upp á tölfræðilegar nálganir, því betri sem gögnin eru því nákvæmari ákvarðanir.

Á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var í Hörpu var mikið rætt um áreiðanleika gagna, og setning eins og „rusl inn = rusl út“ heyrðist á göngunum. Áreiðanleiki gagna spilar lykilhlutverk í þeirri framþróun að nota gervigreind og tölfræðilegar nálganir, þar sem að hugbúnaðurinn nærist á þeim upplýsingum sem eru til staðar og hefur ekki önnur gögn til að vinna úr. Þar komum við aftur að mikilvægi sjálfvirknivæðingar, að gögn berist á starfrænu formi, úr áreiðanlegum kerfum og án mikilla inngripa frá utanaðkomandi aðilum. Því er mikilvægt að vanda allt utanumhald um gögn og vinna markvisst að því að auka áreiðanleika og hraða til að fylgja  framþróun á þeirri stafrænu umbreytingu sem er að eiga sér stað í sjávarútvegi, segir Jón Heiðar að lokum.

Search
Generic filters