FréttIR

Nýir eigendur og nýr forstjóri Wise

Jóhannes Helgi Guðjónsson

06.01.2020

Hugbúnaðarfyrirtækið Wise lausnir ehf. komst í meirihlutaeigu Vörðu Capital ehf. í lok október á síðasta ári. Hjá Wise starfa um 75 starfmenn en félagið sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Á meðal 500 viðskiptavina Wise eru sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, fjármálum, framleiðslu, verslun og ýmiskonar sérfræðiþjónustu.

Á þessum tímamótum hafa eigendur ákveðið að gera breytingar á yfirstjórn félagsins en nýr stjórnarformaður félagsins er Jónas Hagan Guðmundsson. Til stendur að sameina Hugbúnað hf., Centara ehf. og Wise lausnir ehf. undir merki Wise lausna. Einnig eru viðræður í gangi um aðkomu fleiri öflugra fjárfesta sem mun styrkja félagið til frekari vaxtar.

Ný stjórn hefur gert breytingar í framkvæmdastjórn félagsins og ráðið nýjan forstjóra Wise frá 1. janúar 2020, Jóhannes H. Guðjónsson sem er fyrrum CIO hjá Össur. Á sama tíma tekur Gunnar Björn Gunnarsson við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og lætur um leið af stjórnarformennsku Wise lausna ehf. Stefán Þór Stefánsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri ráðgjafa- og þjónustusviðs félagsins.

Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Wise til 13 ára hefur ákveðið að segja skilið við félagið. Hrannar hefur staðið sig gríðarlega vel í að byggja upp það sterka og leiðandi fyrirtæki sem Wise er í dag.

Search
Generic filters