Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
FréttIR

Nýir eigendur og nýr forstjóri Wise

Jóhannes Helgi Guðjónsson

06.01.2020

Hugbúnaðarfyrirtækið Wise lausnir ehf. komst í meirihlutaeigu Vörðu Capital ehf. í lok október á síðasta ári. Hjá Wise starfa um 75 starfmenn en félagið sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Á meðal 500 viðskiptavina Wise eru sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, fjármálum, framleiðslu, verslun og ýmiskonar sérfræðiþjónustu.

Á þessum tímamótum hafa eigendur ákveðið að gera breytingar á yfirstjórn félagsins en nýr stjórnarformaður félagsins er Jónas Hagan Guðmundsson. Til stendur að sameina Hugbúnað hf., Centara ehf. og Wise lausnir ehf. undir merki Wise lausna. Einnig eru viðræður í gangi um aðkomu fleiri öflugra fjárfesta sem mun styrkja félagið til frekari vaxtar.

Ný stjórn hefur gert breytingar í framkvæmdastjórn félagsins og ráðið nýjan forstjóra Wise frá 1. janúar 2020, Jóhannes H. Guðjónsson sem er fyrrum CIO hjá Össur. Á sama tíma tekur Gunnar Björn Gunnarsson við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og lætur um leið af stjórnarformennsku Wise lausna ehf. Stefán Þór Stefánsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri ráðgjafa- og þjónustusviðs félagsins.

Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Wise til 13 ára hefur ákveðið að segja skilið við félagið. Hrannar hefur staðið sig gríðarlega vel í að byggja upp það sterka og leiðandi fyrirtæki sem Wise er í dag.

Search
Generic filters