23.10.2019
Við glöddumst með Framúrskarandi fyrirtækjum í Eldborg Hörpu miðvikudaginn 23. október þar sem Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar fyrir rekstrarárið 2018.
Greining Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum er nú unnin í tíunda sinn og eru Framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. Meðal þeirra sem fram komu á viðburðinum voru Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Jón Heiðar Pálsson sviðstjóri Sölu og markaðssviðs Wise tók við Framúrskarandi viðurkenningu fyrir okkar hönd.
Við hjá Wise erum virkilega stolt af þessum árangri!