15.08.2019
Wise skólinn hefur göngu sína að nýju að loknu sumarleyfi með fjölbreyttri dagskrá.
Nýtt tveggja daga námskeið verður á dagskrá nú í september sem fer yfir rekstrarárið. Námskeiðið Viðskiptalausnir 360° er fyrir þá sem vilja bæta skilning á rekstrarárinu, því farið er yfir helstu þætti sem fylgja fyrirtækjarekstri. Þeir sem sækja það námskeið öðlast færni í notkun á sölukerfi, innkaupakerfi, rafrænni sendingu reikninga, fjárhag, rafrænum skilum á VSK og lokun árs ásamt því að unnið verður með raun verkefni sem notendur geta nýtt í sínu dagslega starfi.
Í september höldum við grunnnámskeið fyrir nýja notendur í Business Central (NAV). Þetta námskeið er sérstaklega sniðið að þeim sem koma nýir að viðskiptahugbúnaðarlausnum eða þurfa að rifja upp fræðin.
Kynntu þér málið, fjölbreytt dagskrá í boði