Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
Search
Generic filters
FréttIR

Stelpur og tækni, forritarar framtíðarinnar komu í heimsókn

Stelpur í tækni
23.06.2019

Wise tók á móti 22 stelpum úr 9. bekk í Hagaskóla og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og starfsfólk. Heimsóknin er hluti af verkefninu Stelpur og tækni, þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki.

Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

Að verkefninu stendur Háskólinn í Reykjavík ásamt Ský og Samtökum iðnaðarins.

„Stelpur og tækni“ er alþjóðlegt verkefni sem kallast „#GirlsinICT Day“ á ensku og þá er sérstakur dagur tekinn frá í apríl og haldið upp á hann með ýmsum skipulögðum viðburðum víða um Evrópu á hverju ári. Þetta er framkvæmt með styrk frá ITU (International Telecommunication Union) og Evrópusambandinu í tengslum við Digital Agenda-áætlunina. HR hefur haldið utan um daginn hér á landi frá upphafi.

Í heimsókninni til Wise fengu stelpurnar innsýn inn í heim tölvuforritunar þar sem þær fengu kennslu í forritun í NAV umhverfi og einnig fengu þær að kynnast starfsmönnum nánar sem sögðu þeim frá því hvernig þær komust að þeirri niðurstöðu að fara í störf í upplýsingatækni.

Voru þær svo leystar út með gjöfum og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Search
Generic filters