16.11.2018
Við glöddumst með Framúrskarandi fyrirtækjum í Eldborg Hörpu miðvikudaginn 14. nóvember þar sem Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar fyrir rekstrarárið 2017.
Á listanum þessu sinni eru 857 fyrirtæki eða 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flutti ávarp og afhenti Nox Medical sérstök verðlaun fyrir nýsköpun og Eflu verkfræðistofu ehf. verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð.
Jón Heiðar Pálsson sviðstjóri Sölu og markaðssviðs Wise tók við Framúrskarandi viðurkenningu fyrir okkar hönd. Takk fyrir góða stund í Hörpunni.